JBL PlayUp Portable Wireless Speaker for Nokia - Rafhlaðan hlaðin

background image

Rafhlaðan hlaðin
Til að nota hátalarann þarf að setja rafhlöðuna í og hlaða hana. Til að setja rafhlöðuna

í opnarðu snúruhólfið og svo rafhlöðuhólfið, stillir snerturnar af og setur rafhlöðuna

í.

4

background image

Þegar hleðslustaða rafhlöðunnar í hátalaranum er lág blikkar rauður hleðsluvísir.

Ljósið logar á meðan rafhlaðan er í hleðslu.

1 Stingdu hleðslutækinu í innstungu.
2 Stingdu snúru hleðslutækisins í hleðslutengið á hátalaranum.
3 Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við

hátalarann og síðan úr innstungunni.

Einnig er hægt að hlaða rafhlöðuna með samhæfri USB-snúru. Hleðsla með USB-snúru

tekur lengri tíma. Ef hátalarinn er tengdur við tæki sem er ekki með utankomandi

hleðslu er hugsanlega ekki hægt að hlaða hann. Hleðsla hátalarans tekur styttri tíma

ef hann er tengdur við innstungu.

Til að hlaða um USB-snúru er eingöngu hægt að nota USB-tengi hátalarans.

Til að fjarlægja rafhlöðuna er rafhlöðuhólfið opnað og rafhlaðan tekin varlega úr.

Hleðsla rafhlöðunnar könnuð
Ýttu stutt á rofann til að athuga stöðu rafhlöðunnar þegar kveikt er á hátalaranum.

Hleðsluvísir rafhlöðunnar sýnir hleðslustöðuna. Grænt ljós táknar að næg hleðsla er

til staðar. Ef ljósið er gult gæti þurft að hlaða rafhlöðuna bráðlega. Ef ljósið er rautt

og það blikkar þarf að hlaða rafhlöðuna.