Um hátalarann
Með þráðlausum Nokia JBL PlayUp Portable hátalara geturðu hlustað á tónlist í miklum
hljómgæðum úr símanum eða öðru samhæfu tæki, t.d. tónlistarspilara.1 Einn hátalari,
alltumlykjandi tónlist. Hægt er að tengja við annað tæki án þess að stöðva tónlistina.
Einnig er hægt að nota staðlaða hljóðsnúru (3,5 mm) til að tengja tæki við hljóðtengi
hátalarans. Meðfylgjandi er hljóðsnúra sem geymd er í hátalaranum.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en varan er tekin í notkun. Lestu einnig
notendahandbókina sem fylgir tækinu sem tengt er við vöruna.
Viðvörun:
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Yfirborð þessarar vöru inniheldur ekki nikkel.